Notaleg orlofsíbúð miðsvæðis á Akureyri, þar sem leitast er við að mynda heimilislegt andrúmsloft fyrir gestina. Íbúðin er tveggja herbergja og skiptist í svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og stofu með þægilegum sófa þar sem tveir geta sofið. Eldhúsið er með flestum þægindum og baðherbergið er með sturtu. 

Íbúðinni fylgja sængurföt, internettenging, tölva er í íbúðinni og eigið bílastæði.

Frábær staðsetning í rólegu hverfi, við hliðina á Davíðshúsi, innan við fimm mínútna gangur er í Sundlaug Akureyrar, í miðbæinn eða á Glerártorg.